Námskeið: Akademísk vinnubrögð

Til dæmis fyrir myndgreiningarfólk sem ætlar að drífa sig í meira nám... master, doktor o.s.fr. Úr kynningartexta námskeiðsins: "Á námskeiðinu er fjallað um: • Uppbyggingu og frágang ritgerða, framsöguerinda og rannsóknarverkefna. • Málfar og stíl. • APA kerfið við heimildanotkun og tilvísanir og glósu- og námstækni. • Flutning talaðs máls. • Gagnrýna hugsun og rökvísa […]

Geislafræðingur – Sjúkrahúsið á Akureyri

SAk Sjúkrahúsið á Akureyri, Akureyri, Iceland

Myndgreiningardeild Sjúkrahússins á Akureyri óskar eftir geislafræðingi. Um er að ræða 100% starfshlutfall í dagvinnu auk bakvaktarskyldu um 2-4 daga í mánuði. Staðan veitist frá 1. október 2017 eða skv. samkomulagi. Myndgreiningardeildin er einn fjölbreyttasti vinnustaður sinnar tegundar á landinu, með öflugan rannsóknabúnað. Á deildinni eru m.a. framkvæmdar röntgen-, tölvusneiðmynda-, segulóm-, beinþéttni-, brjósta- og skyggnirannsóknir. […]

Námskeiðstilboð EHÍ til geislafræðinga

Nokkur námskeið hjá Endurmenntun HÍ eru á sértilboði til félagsmanna í Félagi geislafræðinga haustið 2017. Gefinn er 15% afsláttur af námskeiðsverði en félagsmenn þurfa að muna að skrá í athugasemdareit við skráningu að þeir séu í félaginu. Sjá auglýsingu...  .

Hádegisfundur: Fagmennska í íslenskum vefbransa

Grand Hótel Sigtún 38, Reykjavík, Iceland

Flest ef ekki öll fyrirtæki og stofnanir eiga sér vefsíðu og einn eða fleiri á staðnum koma að umsjón efnis eða annars á einhvern hátt. Þess vegna á umfjöllunarefni fyrsta hádegisfundar haustsins hjá SKÝ erindi við marga, enda fundurinn auglýstur fyrir alla sem koma að vefverkefnum á einhvern hátt. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2017, […]

Fyrirlestur: Too much medical radiation? ICRP and radiological protection in the medical field

Veröld - Hús Vigdísar Brynjólfsgata 1, Reykjavík, Iceland

Allir sem tengjast læknisfræðilegri notkun geislunar eru hvattir til að mæta á fyrirlestur sem haldinn er í samvinnu Geislavarna ríkisins, Námsbrautar í geislafræði við Háskóla Íslands, Félags íslenskra röntgenlækna og Félags geislafræðinga. Fyrirlesari er Christopher Clement, vísindaritari Alþjóða geislavarnaráðsins, ICRP. Kastljósinu verður beint að ráðleggingum ICRP um geislavarnir sjúklinga og heilbrigði starfsfólks, með sérstakri áherslu á réttlætingu […]

Málþing: Álag á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu

Áhugavert málþing um heilsu og forvarnir, þar sem streita og álag á starfsfólk heilbrigðisþjónustu er í brennidepli. Fyrri hluta dags eru í boði vandaðir fyrirlestrar og seinnipartinn geta þátttakendur valið um fjórar áhugaverðar málstofur. Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðu Forvarna.

Geislafræðingur – Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

Turninn Smáratorg 3 Smáratorg 3, Kópavogi, Iceland

Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna leitar að geislafræðingi til starfa við rannsóknir. Helstu verkefni snúa að framkvæmd á klínískum hluta erfðafræðirannsókna s.s. Framkvæmd beinþéttnimælinga Heilsufarsmælingar Viðtöl og upplýsingagjöf til þátttakanda  Umsóknir skulu berast á netfangið atvinna@rannsokn.is fyrir 9.október 2017.

Geislafræðingur – Akureyri

Geislafræðingur á myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri Geislafræðingur Myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri óskar eftir geislafræðingi. Um er að ræða 100% starfshlutfall í dagvinnu auk bakvaktarskyldu um 2-4 daga í mánuði. Staðan veitist frá 1. nóvember 2017 eða skv. samkomulagi. Myndgreiningadeildin er einn fjölbreyttasti vinnustaður sinnar tegundar á landinu, með öflugan rannsóknabúnað. Á deildinni eru m.a. framkvæmdar […]

Norræn ráðstefna um eftirlit í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Harpa Heimilisfang:, Reykjavík

  „Hvernig bætum við öryggi sjúklinga og notenda þjónustunnar?" er yfirskrift ráðstefnu sem Embætti landlæknis heldur í Hörpu dagana 27. - 29. september næstkomandi. Um er að ræða ráðstefnu Norrænna eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með þeim sem veita heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reiknað er með að á annað hundrað þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum sæki ráðstefnuna. Fjallað […]

Námskeið: Vönduð íslenska – tölvupóstar & stuttir textar

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Gagnlegt námskeið hjá Endurmenntun HÍ. Úr kynningartexta námskeiðsins: "Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Farið verður í nokkur helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að […]

Opið hús hjá Raferninum !!

Við búum til þriðja í Röntgendegi og höfum opið hús föstudaginn 10. nóvember næstkomandi! Myndgreiningarfólk er velkomið í heimsókn að Suðurhlíð 35 í Reykjavík, hvort sem um er að ræða núverandi, fyrrverandi eða tilvonandi viðskiptavini og samstarfsfólk :) Góðar veitingar verða í boði, eitthvað verður sér til gamans gert og félagsskapurinn að sjálfsögðu frábær! Húsið […]

Námskeið: Auknar kröfur til aðila sem vinna með persónuupplýsingar

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Ný persónuverndarlöggjöf getur breytt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og er mikilvægt, sérstaklega fyrir stjórnendur, að kynna sér breytingarnar. Úr kynningartexta námskeiðsins: "Ný Evrópureglugerð um persónuvernd kemur til framkvæmda í maí 2018 og mun hún umbreyta starfsumhverfi allra sem vinna með persónuupplýsingar. Mjög mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir séu í stakk búin við að standast strangar kröfur […]