taeknitjonusta800x250

Raförninn býður upp á alhliða viðhaldsþjónustu við tæknibúnað. Um er að ræða bæði reglubundið eftirlit og tilfallandi viðhald. Gæðakerfi fyrirtækisins sem byggir á áratuga reynslu í heilbrigðisgeiranum minnkar áhættu viðskiptavinarins og tryggir stöðluð vinnubrögð.

Raförninn býður upp á mismunandi þjónustusamninga en algengast er að  þjónustan sé veitt gegn föstu gjaldi. Þjónustusamningar tryggja að jafnaði 98% rekstraröryggi búnaðar og skerðast þjónustugjöld ef niðurtími mælist undir rekstraröryggismörkum. Viðskiptavinir Rafarnarins fá aðgang að veflægu þjónustukerfi, Maintain Pro, sem gerir þeim m.a. kleift að tilkynna bilanir og fylgjast með framgangi verka.

Raförninn tekur að sér alla vinnu við uppsetningar á nýjum búnaði. Slík verkefni geta m.a. falið í sér hönnun rýmis sem hýsir búnaðinn, áhættugreiningu og áhættumat, verkefnastjórnun, niðurrif á eldri búnaði, uppsetningu og tengingar nýs búnaðar  ásamt móttökuprófunum.

Starfsfólk Rafarnarins hefur mikla sérþekkingu á búnaði og starfsemi í læknisfræðilegri myndgreiningu en fyrirtækið tekur einnig að sér margvísleg verkefni á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu og utan heilbrigðisgeirans, enda hefur það á að skipa reynslumiklum hópi tæknimanna og sérfræðinga.