gaedastjornun800x250

Raförninn býður upp á gæðamælingaþjónustu sem felur í sér framkvæmd flóknari mælinga  til að fylgjast með virkni búnaðar en einnig þjálfun starfsfólks viðskiptavina vegna reglubundinna, einfaldari mælinga. Viðskiptavinum Rafarnarins býðst aðgangur að veflægum gæðamælingakerfum, Smári Analysis Service eða Quality Control Center, þar sem haldið er utan um allar mælingar fyrir viðkomandi búnað. Kerfin geta sent sjálfvirkar áminningar þegar mæling fer út fyrir vikmörk. Einnig er boðið upp á að  gæðastjóri Rafarnarins yfirfari allar mælingar viðskiptavina reglulega og bregðist við ef þörf krefur.

Reglubundnar mælingar til að tryggja fullnægjandi gæði og stöðugleika í virkni búnaðar eru alltaf æskilegar og í sumum tilvikum skylda. Raförninn getur séð um að skipuleggja mælingar fyrir ýmiskonar búnað, eftir því sem við á.
Á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar getur Raförninn séð um gerð gæðaáætlana sem falla að kröfum Geislavarna ríkisins og eru liður í að rekstrarleyfi fyrir röntgenbúnað sé veitt.

Raförninn býður upp á Gæðavísi, kerfi til að auka stöðlun í framkvæmd myndgreiningarrannsókna. Unnið er með viðskiptavini í að setja upp staðlaðar leiðbeiningar um þær rannsóknir sem boðið er upp á á viðkomandi deild. Hægt er að fá aukna sjálfvirkni í Gæðavísi, þannig að hann birti upplýsingarnar þegar viðkomandi rannsókn er valin í upplýsingakerfi deildarinnar.