reksturtolk800x250

Raförninn hefur áratuga reynslu af hönnun, uppsetningu og rekstri sérhæfðra og almennra tölvukerfa. Starfsmenn Rafarnarins hafa komið að hönnun, uppsetningu og rekstri net- og tölvukerfa á fjölda heilbrigðisstofnana og -fyrirtækja. Í gegnum þá vinnu hefur skapast mikil reynsla og þekking á rekstri net- og tölvukerfa þar sem rekstrar- og upplýsingaöryggi skiptir sköpum.

Þjónusta við upplýsingakerfi myndgreiningardeilda, Radiology Information System (RIS) og Picture Archiving and Communication System (PACS), hefur verið mikilvægur hluti af þessari vinnu. Raförninn hefur sérþekkingu í að laga kerfin að þörfum viðskiptavinarins, koma á tengingum við önnur sértæk heilbrigðisupplýsingakerfi og tryggja að persónuupplýsingar séu varðar eftir ýtrustu kröfum.

Raförninn hefur mikla reynslu í uppsetningu fjartenginga fyrir röntgenlækna og aðra en lausnirnar eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.