- This event has passed.
Námskeið: Auknar kröfur til aðila sem vinna með persónuupplýsingar
13/11/2017 - 15/11/2017
Ný persónuverndarlöggjöf getur breytt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og er mikilvægt, sérstaklega fyrir stjórnendur, að kynna sér breytingarnar.
Úr kynningartexta námskeiðsins:
„Ný Evrópureglugerð um persónuvernd kemur til framkvæmda í maí 2018 og mun hún umbreyta starfsumhverfi allra sem vinna með persónuupplýsingar. Mjög mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir séu í stakk búin við að standast strangar kröfur hinnar nýju löggjafar, aðlagi starfsemi sína að settum reglum og tryggi einstaklingum þann aukna rétt sem reglugerðin veitir þeim ellegar eiga hættu á háum sektum frá eftirlitsstofnunum í Evrópu.“
Athugið að nokkur námskeið verða haldin, þannig að þó fullbókað sé á einhver námskeið er tækifæri á að komast að seinna.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Endurmenntunar HÍ