Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir, rannsóknastofur og sjálfvirk vöktunarkerfi.
Sjálfvirk greiningarforrit
Raförninn byrjaði snemma að nýta vélnám og tölvusjón við þróun á því sem kallast myndkennsl, þ.e. kerfum sem skynja og greina mynd, einstaka hluti í myndinni, eiginleika þeirra og innbyrðis afstöðu. Þessi tækni hefur síðan skipt sköpum í þróun fyrirtæksins á sjálfvirkri greiningu röntgenmynda sem teknar eru af prófunarlíkönum við gæðaeftirlit með myndgreiningarbúnaði.
Gæðamælingakerfi
Raförninn hefur áratuga reynslu í þróun gæðamælingakerfa fyrir myndgreiningartæki. Næstum frá upphafi höfum við lagt áherslu á skýjalausnir sem notandinn getur haft aðgang að hvar sem er, í gegnum þægilegt vefviðmót. Upphafið að þróun þessara kerfa liggur í því að Raförninn býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gæðamælingar á myndgreiningarbúnaði, bæði skipulagningu og framkvæmd. Af því leiðir að okkar nálgun hefur alltaf verið meira út frá sjónarhorni notanda en forritara.
Sjálfvirk myndgreining
Sjálfvirk myndgreining gengur út á að draga út sjálfvirkt mælanlegar upplýsingar frá myndum. Dæmi um slíkar upplýsingar er stærð, rúmmál, lögun, skor fyrir ákveðna sjúkdómsgreiningu og hvers kyns mælingar á líkamsstarfsemi, s.s. blóðflæði, beinþéttni o.fl. Í mörgum tilfellum þarf að sníða slíkan hugbúnað sérstaklega fyrir einstakar tegundir rannsókna og er það eitt af sérsviðum Rafarnarins.
Sýnaumsýslukerfi
Raförninn hefur margra ára reynslu í þróun kerfa sem halda utan um lífsferil lífsýna. Fyrir hvert sýni er haldið utan um hreyfingar þess á milli geymslurýma og breytingar á rúmmáli og styrkleika sýnis. Tengingar við önnur kerfi sem notuð eru til að vinna með sýni eru mikilvægar og Raförninn hefur m.a. útbúið tengingar við strikamerkjalesara, sýnavogir, frystigeymslur með þjörkum og hin ýmsu tæki sem vinna með sýnin sjálf.
Einnig hafa verið þróuð kerfi til að safna sýnunum með ónettengdum fartölvum sem síðan flytja upplýsingar um sýnin í miðlæga geymslu þegar þær tengjast netkerfi.
Gagnagrunnsdrifin vefkerfi
Í meira en áratug hefur Raförninn lagt áherslu á að þróa sinn hugbúnað sem vefkerfi. Sérstaklega hefur þar verið um að ræða gagnagrunnsdrifinn vefkerfi og sem dæmi má nefna verkbeiðnakerfi, gæðamælingakerfi, myndgreiningarkerfi og sýnaumsýslukerfi.
Dulkóðunarkerfi
Raförninn hefur töluverða reynslu af þróun dulkóðunarkerfa sem notuð eru til að vernda mikilvægar upplýsingar. Kerfin hafa verið af hinu ýmsu flækjustigum allt frá mjög einföldum kerfum upp í lagskipt dulkóðunarkerfi þar sem mismunandi aðilar ráða yfir afkóðun á mismunandi lögum.