Loftgæðavöktun
Raförninn hefur um nokkurn tíma boðið uppsetningu á kerfi til að vakta gæði lofts, þ.e. stöðugleika á t.d. lofthita, þrýstingi og raka. Þjónustan felur í sér uppsetningu skynjara sem tengist veflægum hugbúnaði þar sem fylgjast má með vöktuninni í rauntíma og sjá samantekt yfir valið tímabil.
Fyrir viðkvæman myndgreiningarbúnað skiptir sköpum að loftgæði séu stöðug en vöktunarlausnir Rafarnarins henta allsstaðar þar sem mikilvægt er að vakta loftræsingu, til dæmis hjá fyrirtækjum með opin skrifstofurými þar sem loftgæði hafa mikil áhrif á heilsu starfsmanna.
Umhverfismælingar
Raförninn býður aðilum í iðnaði upp á mælingar á ýmsum atriðum í útblæstri, t.d. vegna eftirlits með starfseminni.