umraforinn850x250-3-1

Raförninn ehf var stofnaður árið 1984 og hefur frá upphafi leitast við að veita framúrskarandi tækniþjónustu og ráðgjöf. Lykilviðskiptavinir fyrirtækisins hafa verið innan heilbrigðisgeirans og Raförninn hefur leitt vinnu við hönnun og uppsetningu margra myndgreiningardeilda hérlendis. Árið 2010 var Raförninn keyptur af Verkís hf, einni af stærstu verkfræðistofum landsins, sem ásamt öðru hefur ýtt undir fjölbreyttari þjónustu fyrirtækisins og nýtingu á sérfræðikunnáttu starfsfólksins utan heilbrigðisgeirans.

Gæðamál hafa verið rauður þráður í starfseminni frá upphafi og miðar öll ráðgjöf og þjónusta fyrirtækisins að því að auka gæði og tryggja öryggi í þjónustu viðskiptavina okkar.
Stjórnkerfi Rafarnarins er vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001:2015 og innan fyrirtækisins er stöðugt unnið að því að lágmarka áhættu og tryggja stöðlun og eftirfylgni í þjónustu fyrirtækisins.

Gæðastefna Rafarnarins er eftirfarandi:

  • Raförninn býður tækniþjónustu og viðtæka ráðgjöf við hátæknibúnað, með áherslu á læknisfræðilega myndgreiningu. Takmarkið er að bjóða íslenska þjónustu sem stenst samanburð við það besta og vera brautryðjandi hérlendis.
  • Innan Rafarnarins er unnið af fagmennsku og metnaði og í samræmi við lög og reglugerðir sem starfsemina varða.
  • Stjórnkerfi Rafarnarins er vottað skv. ISO 9001:2015 og fyrirtækið nýtir kröfur staðalsins í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum og standast væntingar og þarfir viðskiptavina.
  • Markvisst er unnið að stöðugum umbótum.
  • Árlega eru sett/endurskoðuð skrifleg markmið um framfarir í gæðakerfinu, sem beinast að því að bæta framleiðslu og/eða auka ánægju viðskiptavina. Gæðastjóri og framkvæmdastjóri sjá til þess að starfsfólk sé meðvitað um markmiðin og fái reglulega upplýsingar um hvernig gengur að ná þeim.

Raförninn leggur áherslu á rétta meðhöndlun persónuupplýsinga, allir starfsmenn undirrita trúnaðarheit og í starfsemi fyrirtækisins er gætt að kröfum evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar sem kom til framkvæmda 25. maí 2018.

Persónuverndarstefna Rafarnarins er eftirfarandi:

  • Raförninn kappkostar að fara alltaf eftir gildandi lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  • Stefna Rafarnarins er að vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem fyrirtækið býður.
  • Allt starfsfólk Rafarnarins undirritar trúnaðarheit.
  • Raförninn deilir persónugreinanlegum gögnum ekki með þriðja aðila.