ESR – Education on Demand, frír aðgangur til 17. apríl

Í fjórar vikur býður ESR, Evrópusamtök myndgreiningarfólks, ókeypis aðgang að öllum vefnámskeiðum, fjarnámskeiðum, veffyrirlestrum... í stuttu máli öllu fræðsluefni samtakanna sem aðgengilegt er á vef. Þetta er frábært tækifæri fyrir myndgreiningarfólk til að nýta sér mikið magn af sérlega vönduðu efni, bæði venjulegu námsefni og efni sem er sérstaklega gert til að nýtast sem best […]

ESR – Myndgreining og Covid-19 á Ítalíu (ókeypis viðburður á vefnum)

Miðvikudaginn 25. mars býður European Society of Radiology upp á fría umfjöllun um mikilvægi myndgreiningar í baráttu Ítala við Covid-19 faraldurinn. Meðal annars verður rætt við prófessor Nicola Sverzellati, frá háskólanum í Parma, sem segir frá helstu áskorunum sem ítalskt myndgreiningarfólk stendur frammi fyrir og viðbrögðum við þeim. Gætið að því að tímasetningin er Central […]

EFSR – CT gæði og öryggi (frítt fjarnámskeið)

Tölvusneiðmyndun leikur stórt hlutverk við greiningu Covid-19 og nú býður EFSR, Evrópusamtök félaga geislafræðinga, upp á ókeypis og mjög álitlegt fjarnámskeið þar sem farið er vandlega í ýmis atriði tengd geislavörnum, framkvæmd rannsókna og öryggi sjúklinga í CT. Námskeiðið er fimm skipti og tekur yfir dagana 31. mars - 2. júní 2020. Tímasetningin er kl. […]

Starfsmennt – Tölvupóstar og stuttir textar (fjarnámskeið)

Þessar vikurnar fara samskipti minna fram augliti til auglitis og tölvupóstar og önnur skrifuð skilaboð hafa aukist. Þá er gott að hafa góða þekkingu á að nota svoleiðis texta :) Fimmtudaginn 2. apríl 2020 bjóða Starfsmennt og Endurmenntun HÍ upp á vefnámskeið. Það er frítt fyrir félagsmenn Starfsmenntar en aðrir þurfa að greiða sanngjarnt námskeiðsgjald. […]

ESR Connect – Fríir fjar-fyrirlestrar

European Society of Radiology býður upp á fría fjar-fyrirlestra, oft með möguleikum á að fá svör við spurningum í rauntíma. Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu ESR Connect.

EHÍ – Ferðalagið innanhúss (Frír fyrirlestur á FB og vef)

Þriðjud. 7. apríl, ætlar Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður og sjúkraþjálfari, að fara yfir atriði sem gera „ferðalagið innanhúss“ betra og skemmtilegra. Fólk ver nú meiri tíma en áður heima og sinnir margvíslegum verkefnum hvort sem er í páskafríi, við vinnu, heimanám eða æfingar. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvernig hægt er að hagræða umhverfinu svo það […]

IAEA – CT af lungum v. Covid-19; Prótókollar og geislasparnaður (Frír veffyrirlestur)

Þessi fyrirlestur er reyndar á Skírdag en ókeypis kennsla frá Alþjóða kjarnorkumálastofuninni gæti vel verið þess virði að setjast við tölvuna í klukkutíma jafvel þótt maður eigi frídag. Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu IAEA Athugið tímasetninguna vel, samkvæmt töflu sem er aðgengileg á vefsíðunni hefst fyrirlesturinn klukkan 15:00 á íslenskum tíma.

BIR – Guidance on using shielding on patients for diagnostic radiology (Ókeypis fjar-fyrirlestur)

The British Institute of Radiology hefur gert þýðingarmikla breytingu á stefnu sinni um notkun geislahlífa á sjúklinga og það verður líklega fordæmisgefandi fyrir mörg önnur Evrópuríki. Þær reglur sem eru í gildi hérlendis núna voru gefnar út af geislavarnastofnunum norðurlandanna árið 2019 og í þeim er aðeins minnst á kynkirtlahlífar. Þetta er mjög spennandi mál […]

ESMRMB – Frítt fjarnámskeið í MR eðlisfræði

The European Society for Magnetic Resonance in Medicine and Biology býður upp á frítt grunnnámskeið í eðlisfræði segulómunar. Þetta er 6 vikna námskeið, einn 60 mínútna fyrirlestur í viku og möguleiki á að vera í beinum samskiptum við fyrirlesara. Sjá nánar á vefsíðu ESMRMB

ECR 2020 – Fjar-ráðstefna!!

European Society of Radiology hefur ákveðið að ECR ráðstefnan verði vef-viðburður þetta árið og stendur hún yfir dagana 15. - 19. júlí nk. Allar upplýsingar er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar.

Heilbrigðisþing 2020 – Rafrænt

Þann 27. nóvember 2020 boðar heilbrigðisráðuneytið til heilbrigðisþings um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og verður streymt frá síðunni www.heilbrigdisthing.is Mikilvæg málefni fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst myndgreiningarfólk sem lengi hefur strítt við mönnunarvanda. Úr kynningartexta þingsins: "Líkt og fjallað er um í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er […]