- This event has passed.
Heilbrigðisþing 2020 – Rafrænt
27/11/2020 frá 08:30 - 12:30
Þann 27. nóvember 2020 boðar heilbrigðisráðuneytið til heilbrigðisþings um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og verður streymt frá síðunni www.heilbrigdisthing.is
Mikilvæg málefni fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst myndgreiningarfólk sem lengi hefur strítt við mönnunarvanda.
Úr kynningartexta þingsins:
„Líkt og fjallað er um í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er mönnun heilbrigðisþjónustu alþjóðleg áskorun. Samkeppni um mannauðinn er vaxandi og eftirspurn eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til starfa erlendis mikil. Því er nauðsynlegt að stöðugt sé fjárfest í menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er ljóst að vaxandi þörf er fyrir nýsköpun í heilbrigðisþjónustu til að takast á við aukin verkefni. Tækifærin eru mörg en til að nýta þau skiptir miklu máli að lagaumgjörð heilbrigðismála veiti nægilegt svigrúm til þróunar og nýsköpunar.
Hér á landi höfum við vel menntað heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni og sýnt ótrúlegan sveigjanleika, hugvit og aðlögunarhæfni á tímum COVID-19 farsóttarinnar. Mikil þekking og reynsla hefur skapast og nýjar leiðir og lausnir orðið til svo unnt sé að halda úti mikilvægri heilbrigðisþjónustu við landsmenn við erfiðar aðstæður. Án efa mun margvíslegur lærdómur sem af þessu ástandi hefur hlotist nýtast heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Síðast en ekki síst ætti þessi reynsla að brýna okkur til þess að hlúa að heilbrigðiskerfinu, styrkja og efla menntun heilbrigðisstarfsfólks, bæta starfsumhverfi þess, vinna að tryggri mönnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar og efla vísindi og nýsköpun.“