Raförninn fær nýjan tæknimann

 - Fréttir, Uncategorized @is

Raförninn vex og dafnar og um síðustu áramót var orðið ljóst að fleiri tæknimenn vantaði í hóp starfsfólksins. Auglýsingar voru settar af stað og fjöldi af hæfu fólki sótti um. Eftir mikla yfirlegu og viðtöl við nokkra álitlega umsækjendur var ákveðið að bjóða Guðjóni Val Ómarssyni, rafeindavirkja, að koma inn til reynslu og kynnast fyrirtækinu, verkefnunum og starfsfólkinu.

Reynslutíminn kom vel út á báða bóga og nú stefnir allt í að Guðjón verði hluti af starfsmannahópnum til framtíðar. Við bjóðum hann innilega velkominn og hlökkum til samstarfsins.