- This event has passed.
Opið hús – Afmælisfagnaður!!
11 október frá 17:00
Örninn er fertugur!! Já, Raförninn ehf. fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni af því verður opið hús föstudaginn 11. október næstkomandi, frá kl. 17. Við bjóðum öll þau sem hafa áhuga á starfseminni okkar innilega velkomin. Alveg sama hver vinnustaðurinn er, við viljum endilega sjá þig í Suðurhlíð 35 í Reykjavík.
Það er ekki nauðsynlegt að hafa fengið boð sérstaklega og ekki heldur að skrá sig fyrirfram, þið eruð öll velkomin hvort sem þið hafið skráð ykkur eða ekki. Hinsvegar er ákaflega gott fyrir okkur að fá hugmynd um fjölda gesta, til að það verði örugglega nógar veitingar Skráning er á Facebook síðu Rafarnarins.
Markmiðið er að þetta verði geislandi fínt afmælispartý með góðum veitingum, frábæru fólki, skemmtilegu spjalli og einhverju fleiru spennandi við að vera.
Áframsendið endilega viðburðinn á öll þau sem gætu haft áhuga á að koma.