Hleð Viðburðir

Komandi Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

mars 2020

ESR – Education on Demand, frír aðgangur til 17. apríl

20 mars - 18 apríl

Í fjórar vikur býður ESR, Evrópusamtök myndgreiningarfólks, ókeypis aðgang að öllum vefnámskeiðum, fjarnámskeiðum, veffyrirlestrum... í stuttu máli öllu fræðsluefni samtakanna sem aðgengilegt er á vef. Þetta er frábært tækifæri fyrir myndgreiningarfólk til að nýta sér mikið magn af sérlega vönduðu efni, bæði venjulegu námsefni og efni sem er sérstaklega gert til að nýtast sem best á tímum Covid-19. Aðgangur er á vefsíðu ESR - Education on Demand.

Lesa meira »

EFSR – CT gæði og öryggi (frítt fjarnámskeið)

31 mars frá 18:00 - 2 júní frá 20:00

Tölvusneiðmyndun leikur stórt hlutverk við greiningu Covid-19 og nú býður EFSR, Evrópusamtök félaga geislafræðinga, upp á ókeypis og mjög álitlegt fjarnámskeið þar sem farið er vandlega í ýmis atriði tengd geislavörnum, framkvæmd rannsókna og öryggi sjúklinga í CT. Námskeiðið er fimm skipti og tekur yfir dagana 31. mars - 2. júní 2020. Tímasetningin er kl. 20:00 Central European Time, sem á þessum árstíma er orðinn 2 klst á undan íslenskum tíma. Það er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðið, þó…

Lesa meira »

apríl 2020

Starfsmennt – Tölvupóstar og stuttir textar (fjarnámskeið)

2 apríl frá 13:00 - 16:00

Þessar vikurnar fara samskipti minna fram augliti til auglitis og tölvupóstar og önnur skrifuð skilaboð hafa aukist. Þá er gott að hafa góða þekkingu á að nota svoleiðis texta 🙂 Fimmtudaginn 2. apríl 2020 bjóða Starfsmennt og Endurmenntun HÍ upp á vefnámskeið. Það er frítt fyrir félagsmenn Starfsmenntar en aðrir þurfa að greiða sanngjarnt námskeiðsgjald. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar.

Lesa meira »

júní 2020

ESMRMB – Frítt fjarnámskeið í MR eðlisfræði

2 júní - 7 júlí

The European Society for Magnetic Resonance in Medicine and Biology býður upp á frítt grunnnámskeið í eðlisfræði segulómunar. Þetta er 6 vikna námskeið, einn 60 mínútna fyrirlestur í viku og möguleiki á að vera í beinum samskiptum við fyrirlesara. Sjá nánar á vefsíðu ESMRMB

Lesa meira »
+ Export Events