Takk fyrir komuna á Opið hús!

 - Fréttir, Uncategorized @is

Við erum innilega ánægð og þakklát fyrir hversu vel tókst til með Opið hús Rafarnarins 2023!

Yfirlýst markmið var að þetta yrði geislandi fínt partý með góðum veitingum, frábæru fólki, skemmtilegu spjalli og einhverju fleiru spennandi við að vera og það gekk sannarlega eftir. Við fengum um 100 frábæra gesti, veitingarnar virtust falla í kramið, það var mikið spjallað og hlegið og fólk skemmti sér við spurningakeppni, spil og myndatökur. 

Það eru myndir á Facebook síðu Rafarnarins

Takk, takk og aftur takk, þið yndislega fólk!

Á næsta ári verður Raförninn 40 ára og þá verður gert eitthvað fleira skemmtilegt…