Aðalfundur Félags geislafræðinga

Borgartún 6 Borgartún 6, Reykjavík, Iceland

Félag geislafræðinga heldur aðalfund sinn mánudaginn 23. apríl 2018, kl. 20:00, að Borgartúni 6 í Reykjavík í stóra fundarsalnum á 3. hæð Vonast er til að sem allra flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.

Heilbrigðistæknidagurinn 2018

Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1, Reykjavík, Iceland

Heilbrigðistækidagurinn 2018 verður fimmtudaginn 26. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Yfirskriftin er „Heimkynni hugsunar og drauma. Framfarir í heila og taugarannsóknum.“ Fyrir heilbrigðistæknideginum standa Heilbrigðistæknifélag Íslands, Landspítali og Háskólinn í Reykjavík. Heilbrigðistæknidagurinn er öllum opinn, án þátttökugjalds, en fólk er beðið að skrá sig á skraning@ru.is Sjá nánar á vef Landspítala

Diplómadagar námsbrautar í geislafræði

Háskóli Íslands - Stapi Sæmundargata 2, Reykjavik, Iceland

Segja má að hinn árlegi diplómadagur námsbrautar í geislafræði hafi tvöfaldast því hann spannar tvo daga þetta árið, fimmtudaginn 24. maí nk. og föstudaginn 25. Vekja má athygli á að öllum áhugasömum er velkomið að koma og fylgjast með útskriftarnemum verja verkefni sín, sjá nánar í auglýsingu. Diplómadagurinn er haldinn í Stapa, Háskóla Íslands

FG – Framhaldsaðalfundur

Borgartún 6 Borgartún 6, Reykjavík, Iceland

Framhaldsaðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 17.00 - 18.00 í stóra fundarsalnum á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík Fundarefni: Ákvörðun félagsgjalds Fjárhagsáætlun Með kveðju Stjórn FG --------------------------------------------------- Félag geislafræðinga Borgartúni 6 – 105 Reykjavík sími 595 5186 geislar@bhm.is - www.sigl.is

Fyrirlestur á LSH – Aukaverkanir geislameðferðar

Marcel van Herk er heimsþekktur eðlisfræðingur á sviði eðlisfræði geislameðferðar og hefur stundað rannsóknir og haldið fyrirlestra um allan heim í áratugi. Í fyrirlestrinum talar Marcel um hvernig hann rannsakar aukaverkanir geislameðferðar með áður óþekktri nákvæmni með hjálp stórra gagnasafna af sneiðmyndum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Skásölum í kjallara Kvennadeildar Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 13. september […]

Geislafræðingur – Orkuhúsið

Orkuhúsið Suðurlandsbraut 34, Reykjavík

Í góðum hópi starfsfólks hjá Íslenskri myndgreiningu, í Orkuhúsinu, er pláss fyrir einn geislafræðing í fullt starf. Fullt starf telst vinna milli kl. 8 og 17, fjóra daga vikunnar. Frábært tækifæri fyrir skemmtilega fagmanneskju sem langar að vera með í að taka bestu myndir í bænum! Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2019. […]

Raförninn – Opið hús!!

Raförninn, Suðurhlíð 35 Suðurhlíð 35, Reykjavík

Þá er komið að því! Í ár höldum við októberfest og bjóðum fólki í heimsókn í Suðurhlíð 35, föstudaginn 19. október nk., klukkan 17. Allir velkomnir - Núverandi, fyrrverandi og tilvonandi viðskiptavinir og samstarfsfólk. Léttar veitingar í boði, létt skemmtiatriði, léttur fréttaflutningur og léttur og skemmtilegur félagsskapur! Takið daginn strax frá, því við viljum ekki missa […]

Myndgreining Hjartaverndar – Opið hús!

Hjartavernd Holtasmári 1, Kópavogur, Iceland

Kæra myndgreiningarfólk! Röntgendagurinn nágast óðfluga og af því tilefni verður opið hús hjá Myndgreiningu Hjartaverndar, föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Myndgreining Hjartaverndar hóf nýlega almenna myndgreiningarþjónustu sem byggir á grunni myndgreiningar í Hjartavernd þar sem í tæplega tvo áratugi hefur farið fram myndgreining, aðallega í vísindaskyni. Í ljósi breyttrar starfsemi hefur húsnæði verið breytt auk þess […]

EHÍ – Spennandi námskeið á haustönn

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Endurmenntun HÍ er alltaf með fjölbreytt úrval góðra námskeiða og lengri námsbrauta. Það er uppbyggjandi að huga að gagnlegu og skemmtilegu námi :) Þeir sem ætla í umfangsmeira nám hafa gagn af að læra akademísk vinnubrögð, hvort sem langt er liðið frá því síðast var sest á skólabekk eður ei, og ef stefnt er á […]

RSNA 2018

McCormick Place, Chicago McCormick Place, Chicago, IL, United States

Árleg ráðstefna Radiological Society of North America er viðburður sem hver einasta manneskja í myndgreiningargeiranum ætti að sækja að minnsta kosti einu sinni... og helst sem oftast! RSNA 2018 er engin undantekning - Ótrúlega vönduð og umfangsmikil dagskrá. Nánari upplýsingar og skráning, á vefsíðu RSNA 2018 Listi yfir Íslendinga sem Arnartíðindi hafa frétt að séu […]

Raförninn óskar eftir tæknimanni.

Raförninn óskar eftir að ráða tæknimann í þjónustuteymi fyrirtækisins. Meginverkefni eru uppsetningar, viðhald, eftirlit og gæðamælingar ýmissa lækningatækja, auk annarra tilfallandi verkefna. Gott tækifæri til að vinna í samhentum hópi, að fjölbreyttum og spennandi verkefnum fyrir góða viðskiptavini. Nánari upplýsingar á job.is og/eða í síma 698 8118