Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

EHÍ – Spennandi námskeið á haustönn

10/11/2018 - 23/02/2019

Endurmenntun HÍ er alltaf með fjölbreytt úrval góðra námskeiða og lengri námsbrauta. Það er uppbyggjandi að huga að gagnlegu og skemmtilegu námi 🙂

Þeir sem ætla í umfangsmeira nám hafa gagn af að læra akademísk vinnubrögð, hvort sem langt er liðið frá því síðast var sest á skólabekk eður ei, og ef stefnt er á nám í einhverskonar tæknigrein getur verið gott að dusta rykið af stærðfræðinni.
Skapandi samskipti og færni í tjáningu er frábært að kynna sér, hvort tveggja er mikilvægt í starfi, námi og bara í lífinu almennt.
Fólk sem er að taka að sér stjórnunarstörf getur undirbúið sig með námskeiðinu Stjórnun fyrir nýja stjórnendur og þeir sem þegar eru í stjórnunarstöðum gætu örugglega haft gagn af að kynna sér greiningu ferla og ferlastjórnun. Svo þurfa allir, í hvaða starfi sem er, að huga að vellíðan og velgengni í starfi.
Gæðastjóri Rafarnarins getur ekki stillt sig um að benda á námskeið um verkfærakistu Google, enda segja sumir að hún láti Google vin sinn um að stjórna lífi sínu 😉
Margir hafa örugglega áhuga á að ná betri tökum á ensku talmáli. Flest skiljum við ensku ágætlega og getum skrifað texta en að tala málið af öryggi, í vinnu og frítíma, getur verið allt annar handleggur.
Þegar enskan er komin er upplagt að leggjast í ferðalög og þá getur t.d. verið gaman að fá leiðsögn um hvernig hægt er að upplifa ævintýraeyjuna Tenerife á einstakan hátt. Á Tenerife og fleiri stöðum erlendis má oft sjá vindmyllur sem framleiða rafmagn og einhverja langar örugglega til að fræðast um hvernig fólk beislar jafnt suðræna vinda sem rammíslenskt rok til orkuvinnslu! Erlendis eru líka grafnir gimsteinar úr jörð og þessi glitrandi undur náttúrunnar heilla marga með fegurð sinni, verðmæti og sögu sem stundum er falleg en stundum ofbeldisfull og jafnvel blóði drifin.
Svo er líka hægt að leggja áherslu á Ísland og íslenskuna, t.d. með námskeiðunum Íslensk öndvegisljóð, Íslensk fatasaga og uppruni lopapeysunnar og Skrif…andi sem bendir á leiðir til að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir.
Margar athafnakonur á besta aldri eru í lesendahópi Arnartíðinda og til að halda orku og gleði gæti sá hópur t.d. kíkt á námskeið sem leggur áherslu á fæðu og flóru fyrir hraustan líkama og heilbrigða sál. Jóga hefur líka gefist mörgum vel, bæði fyrir líkama og sál, og sumir færa rök fyrir því að örveruflóra líkamans hafi veruleg áhrif á sálarástandið.

Þetta eru nokkur dæmi um það sem verður í boði hjá EHÍ á haustmisseri 2018 en ótalmargt fleira er á dagskránni.

Details

Start:
10/11/2018
End:
23/02/2019

Venue

Endurmenntun HÍ
Dunhagi 7
Reykjavik, Iceland