Íslendingar á ECR 2018
Hérna er hinn klassíski listi Arnartíðinda yfir Íslendinga sem hefur frést að verði á ECR 2018.
Hérna er hinn klassíski listi Arnartíðinda yfir Íslendinga sem hefur frést að verði á ECR 2018.
Röntgen Orkuhús óskar eftir geislafræðingi í fullt starf, reynsla af tölvusneiðmyndarannsóknum æskileg. Fullt starf telst vinna milli 8 og 17 fjóra daga vikunnar. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Áhugasamir mega gjarnan leita upplýsinga hjá Einfríði í 8608856 eða einfridur@rontgen.is eða Arnþóri 8527552, arnthor@rontgen.is www.rontgen.is
Félag geislafræðinga heldur aðalfund sinn mánudaginn 23. apríl 2018, kl. 20:00, að Borgartúni 6 í Reykjavík í stóra fundarsalnum á 3. hæð Vonast er til að sem allra flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.
Heilbrigðistækidagurinn 2018 verður fimmtudaginn 26. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Yfirskriftin er „Heimkynni hugsunar og drauma. Framfarir í heila og taugarannsóknum.“ Fyrir heilbrigðistæknideginum standa Heilbrigðistæknifélag Íslands, Landspítali og Háskólinn í Reykjavík. Heilbrigðistæknidagurinn er öllum opinn, án þátttökugjalds, en fólk er beðið að skrá sig á skraning@ru.is Sjá nánar á vef Landspítala
Segja má að hinn árlegi diplómadagur námsbrautar í geislafræði hafi tvöfaldast því hann spannar tvo daga þetta árið, fimmtudaginn 24. maí nk. og föstudaginn 25. Vekja má athygli á að öllum áhugasömum er velkomið að koma og fylgjast með útskriftarnemum verja verkefni sín, sjá nánar í auglýsingu. Diplómadagurinn er haldinn í Stapa, Háskóla Íslands
Framhaldsaðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 17.00 - 18.00 í stóra fundarsalnum á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík Fundarefni: Ákvörðun félagsgjalds Fjárhagsáætlun Með kveðju Stjórn FG --------------------------------------------------- Félag geislafræðinga Borgartúni 6 – 105 Reykjavík sími 595 5186 geislar@bhm.is - www.sigl.is
Marcel van Herk er heimsþekktur eðlisfræðingur á sviði eðlisfræði geislameðferðar og hefur stundað rannsóknir og haldið fyrirlestra um allan heim í áratugi. Í fyrirlestrinum talar Marcel um hvernig hann rannsakar aukaverkanir geislameðferðar með áður óþekktri nákvæmni með hjálp stórra gagnasafna af sneiðmyndum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Skásölum í kjallara Kvennadeildar Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 13. september […]
Í góðum hópi starfsfólks hjá Íslenskri myndgreiningu, í Orkuhúsinu, er pláss fyrir einn geislafræðing í fullt starf. Fullt starf telst vinna milli kl. 8 og 17, fjóra daga vikunnar. Frábært tækifæri fyrir skemmtilega fagmanneskju sem langar að vera með í að taka bestu myndir í bænum! Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2019. […]
Þá er komið að því! Í ár höldum við októberfest og bjóðum fólki í heimsókn í Suðurhlíð 35, föstudaginn 19. október nk., klukkan 17. Allir velkomnir - Núverandi, fyrrverandi og tilvonandi viðskiptavinir og samstarfsfólk. Léttar veitingar í boði, létt skemmtiatriði, léttur fréttaflutningur og léttur og skemmtilegur félagsskapur! Takið daginn strax frá, því við viljum ekki missa […]
Kæra myndgreiningarfólk! Röntgendagurinn nágast óðfluga og af því tilefni verður opið hús hjá Myndgreiningu Hjartaverndar, föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Myndgreining Hjartaverndar hóf nýlega almenna myndgreiningarþjónustu sem byggir á grunni myndgreiningar í Hjartavernd þar sem í tæplega tvo áratugi hefur farið fram myndgreining, aðallega í vísindaskyni. Í ljósi breyttrar starfsemi hefur húsnæði verið breytt auk þess […]
Endurmenntun HÍ er alltaf með fjölbreytt úrval góðra námskeiða og lengri námsbrauta. Það er uppbyggjandi að huga að gagnlegu og skemmtilegu námi :) Þeir sem ætla í umfangsmeira nám hafa gagn af að læra akademísk vinnubrögð, hvort sem langt er liðið frá því síðast var sest á skólabekk eður ei, og ef stefnt er á […]
Árleg ráðstefna Radiological Society of North America er viðburður sem hver einasta manneskja í myndgreiningargeiranum ætti að sækja að minnsta kosti einu sinni... og helst sem oftast! RSNA 2018 er engin undantekning - Ótrúlega vönduð og umfangsmikil dagskrá. Nánari upplýsingar og skráning, á vefsíðu RSNA 2018 Listi yfir Íslendinga sem Arnartíðindi hafa frétt að séu […]