FRESTAÐ – Nýárshittingur FG

Borgartún 6 Borgartún 6, Reykjavík, Iceland

  Nýárshittingnum hefur verið frestað enn um sinn. FG sendir nánari upplýsingar síðar. 

Læknadagar 2020

Harpa Conference Center Austurbakka 2, Reykjavík, Iceland

Læknadagar 2020 verða haldnir í Hörpu 20.-24. janúar 2020. Allir heilbrigðisstarfsmenn eru velkomnir á Læknadaga og hægt er að kaupa aðgang að dagskrá í Hörpu þegar ráðstefna hefst. Skráningarborðið og miðasala er opið alla dagana á meðan á ráðstefnu stendur. Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Læknadaga ...og dagskrána er að finna í Læknablaðinu

UT messu vikan

Harpa Conference Center Austurbakka 2, Reykjavík, Iceland

UT messan er löngu orðin þekktur viðburður fyrir alla sem hafa áhuga á tölvu- og tæknigreinum. Það er SKÝ sem stendur fyrir UT messuni, með það fyrir augum að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er og fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. UT messu vikan stendur frá 3. […]

Starfsmennt – Gerðu ráð fyrir breytingum

Starfsmennt Skipholt 50b, Reykjavik, Iceland

Úr kynningartexta námskeiðsins: "Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og skiptir miklu máli að geta tekist á við þær. Námskeiðið er ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum, eru í breytingaferli eða eru að takast á við eftirmála breytinga. Unnið er með þætti eins og viðmót og eigin túlkun. Tækifæri geta falist í breytingum […]

Endurmenntun HÍ – Verkefnastjórnun

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Heilbrigðisstarfsfólk þarf oft að stjórna stórum sem smáum verkefnum, þannig að grunnþekking á verkefnastjórnun getur alltaf komið sér vel. Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 býður Endurmenntun HÍ upp á námskeiðið Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin. Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning […]

Starfsmennt – Þrautseigja í lífi og starfi

Starfsmennt Skipholt 50b, Reykjavik, Iceland

Úr kynningartexta námskeiðsins: "Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast […]

ECR 2020

Austria Center Vienna Bruno-Kreisky-Platz 1, Wien, Austria

Stærsti viðburður myndgreiningarfólks í Evrópu ár hvert! European Congress of Radiology verður reyndar alþjóðlegri með hverju árinu og þar er alltaf feiknarlega margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá og heyra. Árið 2020 er ECR haldin dagana 11. - 15. mars og að sjálfsögðu í Vínarborg eins og ævinlega. Allar upplýsingar og skráning er á vefsíðu […]

ESR – Education on Demand, frír aðgangur til 17. apríl

Í fjórar vikur býður ESR, Evrópusamtök myndgreiningarfólks, ókeypis aðgang að öllum vefnámskeiðum, fjarnámskeiðum, veffyrirlestrum... í stuttu máli öllu fræðsluefni samtakanna sem aðgengilegt er á vef. Þetta er frábært tækifæri fyrir myndgreiningarfólk til að nýta sér mikið magn af sérlega vönduðu efni, bæði venjulegu námsefni og efni sem er sérstaklega gert til að nýtast sem best […]

ESR – Myndgreining og Covid-19 á Ítalíu (ókeypis viðburður á vefnum)

Miðvikudaginn 25. mars býður European Society of Radiology upp á fría umfjöllun um mikilvægi myndgreiningar í baráttu Ítala við Covid-19 faraldurinn. Meðal annars verður rætt við prófessor Nicola Sverzellati, frá háskólanum í Parma, sem segir frá helstu áskorunum sem ítalskt myndgreiningarfólk stendur frammi fyrir og viðbrögðum við þeim. Gætið að því að tímasetningin er Central […]

EFSR – CT gæði og öryggi (frítt fjarnámskeið)

Tölvusneiðmyndun leikur stórt hlutverk við greiningu Covid-19 og nú býður EFSR, Evrópusamtök félaga geislafræðinga, upp á ókeypis og mjög álitlegt fjarnámskeið þar sem farið er vandlega í ýmis atriði tengd geislavörnum, framkvæmd rannsókna og öryggi sjúklinga í CT. Námskeiðið er fimm skipti og tekur yfir dagana 31. mars - 2. júní 2020. Tímasetningin er kl. […]

Starfsmennt – Tölvupóstar og stuttir textar (fjarnámskeið)

Þessar vikurnar fara samskipti minna fram augliti til auglitis og tölvupóstar og önnur skrifuð skilaboð hafa aukist. Þá er gott að hafa góða þekkingu á að nota svoleiðis texta :) Fimmtudaginn 2. apríl 2020 bjóða Starfsmennt og Endurmenntun HÍ upp á vefnámskeið. Það er frítt fyrir félagsmenn Starfsmenntar en aðrir þurfa að greiða sanngjarnt námskeiðsgjald. […]

ESR Connect – Fríir fjar-fyrirlestrar

European Society of Radiology býður upp á fría fjar-fyrirlestra, oft með möguleikum á að fá svör við spurningum í rauntíma. Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu ESR Connect.