RSNA listinn 2017

Hinn árvissi og sívinsæli listi Arnartíðinda yfir íslenskt myndgreiningarfólk á RSNA ráðstefnunni er kominn á vefinn! https://raforninn.is/rsna-listinn-2017/

RSNA 2017

McCormick Place, Chicago McCormick Place, Chicago, IL, United States

Ráðstefna Radiological Society of North America er stærsti viðburðurinn í myndgreiningarheiminum ár hvert. Það er nauðsynlegt fyrir alla úr hópi myndgreiningarfólks að fara a.m.k. einu sinni á RSNA og til þess að halda sér ferskum í starfi er best að fara sem oftast. Hefðbundinn lista Arnartíðinda yfir íslenskt myndgreiningarfólk á RSNA ráðstefnunni er að finna […]

Málþing um nýja persónuverndarlöggjöf

Þetta málþing er áhugavert fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst myndgreiningarfólk með öll okkar bókana-, myndvinnslu- og myndgreymslukerfi! Mjög gott framtak hjá Landspítala og Persónuvernd. ATHUGIÐ: Til að áætla fjölda er óskað eftir að fólk skrái sig með því að senda póst á skraning@personuvernd.is Málþinginu verður streymt á vefsíðu Persónuverndar

Læknadagar 2018

Harpa Conference Center Austurbakka 2, Reykjavík, Iceland

Hinir árlegu Læknadagar standa yfir frá 15. til 19. janúar þetta árið og dagskráin er að vanda metnaðarfull, þéttskipuð fróðlegum og skemmtilegum viðburðum. Í ár á Læknafélag Íslands 100 ára afmæli og nokkrir dagskrárliðir tengjast þeim tímamótum. Aðrar heilbrigðisstéttir en læknar eru einnig hvattar til að sækja dagskrárliði á Læknadögum. Sjá nánar í frétt Arnartíðinda […]

UT messan 2018

Harpa Conference Center Austurbakka 2, Reykjavík, Iceland

Upplýsingatækni leikur stórt hlutverk í læknisfræðilegri myndgreiningu og UT messan er fínt tækifæri til að sjá það nýjasta í tölvugeiranum. Það besta er að þarna er heilmargt fyrir tæknitröll og tölvugúrúa en líka sýningar og kynningar á "mannamáli" fyrir almenning. Úr kynningartexta ráðstefnunnar: "UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin […]

ECR 2018

Austria Center Vienna Bruno-Kreisky-Platz 1, Wien, Austria

Stærsti viðburður innan myndgreiningar í Evrópu ár hvert er European Congress of Radiology sem haldin er í Vínarborg snemma vors. Ráðstefnan árið 2018 verður dagana 28. febrúar til 4. mars. Listi yfir íslenskt myndgreiningarfólk sem frést hefur að sé á leið á ECR er hér á raforninn.is Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðu ráðstefnunnar.

Íslendingar á ECR 2018

Hérna er hinn klassíski listi Arnartíðinda yfir Íslendinga sem hefur frést að verði á ECR 2018.

Atvinna: Geislafræðingur – Orkuhúsið

Röntgen Orkuhús óskar eftir geislafræðingi í fullt starf, reynsla af tölvusneiðmyndarannsóknum æskileg. Fullt starf telst vinna milli 8 og 17 fjóra daga vikunnar. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Áhugasamir mega gjarnan leita upplýsinga hjá Einfríði í 8608856 eða einfridur@rontgen.is  eða Arnþóri 8527552, arnthor@rontgen.is www.rontgen.is    

Aðalfundur Félags geislafræðinga

Borgartún 6 Borgartún 6, Reykjavík, Iceland

Félag geislafræðinga heldur aðalfund sinn mánudaginn 23. apríl 2018, kl. 20:00, að Borgartúni 6 í Reykjavík í stóra fundarsalnum á 3. hæð Vonast er til að sem allra flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.

Heilbrigðistæknidagurinn 2018

Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1, Reykjavík, Iceland

Heilbrigðistækidagurinn 2018 verður fimmtudaginn 26. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Yfirskriftin er „Heimkynni hugsunar og drauma. Framfarir í heila og taugarannsóknum.“ Fyrir heilbrigðistæknideginum standa Heilbrigðistæknifélag Íslands, Landspítali og Háskólinn í Reykjavík. Heilbrigðistæknidagurinn er öllum opinn, án þátttökugjalds, en fólk er beðið að skrá sig á skraning@ru.is Sjá nánar á vef Landspítala

Diplómadagar námsbrautar í geislafræði

Háskóli Íslands - Stapi Sæmundargata 2, Reykjavik, Iceland

Segja má að hinn árlegi diplómadagur námsbrautar í geislafræði hafi tvöfaldast því hann spannar tvo daga þetta árið, fimmtudaginn 24. maí nk. og föstudaginn 25. Vekja má athygli á að öllum áhugasömum er velkomið að koma og fylgjast með útskriftarnemum verja verkefni sín, sjá nánar í auglýsingu. Diplómadagurinn er haldinn í Stapa, Háskóla Íslands