RSNA 2020 – Fjar-ráðstefna !!

Báðar stóru ráðstefnurnar í heimi myndgreiningarfólks verða eingöngu á vefnum þetta árið. ECR í júlí og RSNA á sínum hefðbunda tíma, nánar tiltekið 29. nóvember til 5 desember 2020. Skráning á RSNA opnar 22. júlí og upplýsingar eru byrjaðar að tínast inn á vefsíðu Radiological Society of North America. Þetta er virkilega spennandi tækifæri til […]

Læknadagar 2021 – Líka streymt á Facebook

Læknadagar verða haldnir 18. - 22. janúar nk. og eru að vanda opnir öllu heilbrigðisstarfsfólki. Í ár verður dagskrá Læknadaga streymt á Facebook, þannig að enn auðveldara en venjulega er að fylgjast með Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu Læknadaga. Dagskrána má einnig sjá í Læknablaðinu.

UT-messan 2021 – Í rafheimum

UT-messan 2021 verður haldin 5. og 6. febrúar - einungis í rafheimum! Þetta er 11. UT-messan og býður upp á ný tækifæri og lausnir. UT-messu vikan verður á sínum stað. Ráðstefnudagur verður á föstudeginum, með nokkrum dagskrárlínum. Dagskrá laugardagsins er á vegum skólanna og verður opin öllum. UT-messan: Þar sem allt tengist - Hvar sem […]

Fjarnámskeið – Verkefnastjórnun

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ: "Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans." Nánari upplýsingar og skráning hjá EHÍ.

Fjarnámskeið – Fjarteymisvinna

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ: "Það getur verið mjög krefjandi að vinna saman eingöngu í gegnum netið og áskorun að ná árangri sem teymi í fjarvinnu. Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði sem snúa að árangursríkri teymisvinnu, hvernig við látum tæknina vinna með okkur og viðhöldum um leið kraftmikilli liðsheild." Nánari upplýsingar og skráning hjá EHÍ

Aðalfundur Félags geislafræðinga – Fjarfundur!

Aðalfundarboð 2021 Aðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl 17. Fundurinn verður fjarfundur, á Zoom. Allir geislafræðingar eiga að hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum.  Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:  Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn. Lagabreytingar. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt ásamt ákvörðun um félagsgjöld. Kosning stjórnar, varamanna […]

Akademísk vinnubrögð – Staðnámskeið

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Vandað námskeið til að rifja upp og læra eitthvað nýtt um góð vinnubrögð í námi og rannsóknum. Veitt er þjálfun í vinnubrögðum og grundvallaraðferðum sem öllum er nauðsynlegt að tileinka sér í háskólanámi. Upplagt fyrir þá sem ætla í (framhalds)nám eftir eitthvert hlé. Kennt er dagana 6., 9., 10., 12., 13. og 16. ágúst kl. […]

Vönduð íslenska, tölvupóstar og stuttir textar – Fjarnámskeið

Endurmenntun HÍ Dunhagi 7, Reykjavik, Iceland

Mjög áhugavert námskeið sem kennt er reglulega hjá Endurmenntun HÍ. Næsta námskeið er fjarnámskeið, mánudaginn 9. ágúst kl. 13:00 - 16:00. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Endurmenntunar Úr kynningartexta námskeiðsins: "Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á […]

70 ára afmælisráðstefna KÍ

Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1, Reykjavík, Iceland

70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir en fólk er beðið að skrá þátttöku hér.

Kynning á forriti sem les úr gæðamælingamyndum

Verkís, Ofanleiti 2 Rvík Ofanleiti 2, Reykjavík, Iceland

Raförninn býður til kynningar á forriti sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu. Forritið gerir mánaðarlegar gæðamælingar mun fljótlegri og einfaldari fyrir geislafræðinga og aðra. Allir velkomnir og við yrðum þakklát ef fólk vildi áframsenda boð á sína vini  Nánari upplýsingar í Arnartíðindum... ...og á Facebook síðu Rafarnarins

RSNA 2021 – Í raunheimum og netheimum

McCormick Place, Chicago McCormick Place, Chicago, IL, United States

RSNA ráðstefnan verður haldin í Chicago í ár og því möguleiki að sækja ráðstefnuna í eigin persónu. Flottur hópur Íslendinga er þegar búinn að ákveða að fara og hinn landsþekkti RSNA listi Arnartíðinda er hér... Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu ráðstefnunnnar

RSNA listi Arnartíðinda!

McCormick Place, Chicago McCormick Place, Chicago, IL, United States

Hér birtist hinn margfrægi og eftirspurði listi Arnartíðinda yfir íslenskt röntgenfólk á leið á RSNA ráðstefnuna í Chicago :) Þeir sem vilja láta bæta nafni sínu á listann eru beðnir að hafa samband við ritstjóra með samskiptaleið að eigin vali, t.d. með tölvupósti (edda@raforninn.is) eða í síma 860 3748. Þeir sem vilja láta fjarlægja nafn […]