RSNA listi Arnartíðinda 2024!
Að vanda hefur ritstjóri Arnartíðinda af fremsta megni forvitnast um hver úr hópi myndgreiningarfólks ætla á RSNA ráðstefnuna í Chicago þetta árið. Þau sem vilja láta bæta nafni sínu á listann […]
GÆÐI Í GEGN
Við veitum altæka ráðgjöf og tækniþjónustu með áherslu á myndgreiningarbúnað.
Öryggi sjúklinga, aukin verðmæti og gæði heilbrigðisþjónustu eru í fyrirrúmi. Við sinnum einnig verkefnum utan heilbrigðisgeirans enda höfum við á að skipa öflugu teymi tæknimanna og sérfræðinga.
Stöðluð þjónustuferli okkar byggja á margra ára reynslu og miða að því að lágmarka áhættu og tryggja rekstraröryggi búnaðar.
Tækniþjónusta
Raförninn býður upp á alhliða tækniþjónustu með viðhald og mælingar á myndgreiningarbúnaði sem sérsvið. Gæðakerfi fyrirtækisins miðar að því að lágmarka áhættu viðskiptavinar og tryggja stöðluð vinnubrögð.
Gæðastjórnun
Raförninn býður upp á gæðamælingaþjónustu til að fylgjast með virkni búnaðar, byggða á áratuga reynslu við framkvæmd myndgæðamælinga. Viðskiptavinum býðst meðal annars aðstoð við skipulag gæðaeftirlits, í samræmi við lög og reglur.
Tölvu- og upplýsingakerfi
Raförninn hefur áratuga reynslu af hönnun, uppsetningu og rekstri sérhæfðra og almennra tölvukerfa með áherslu á rekstrar- og upplýsingaöryggi.
Umhverfismælingar og -vöktun
Raförninn býður upp á vöktun á lofthita, þrýstingi, raka ofl. Lausnin er einföld og nýtist t.d. til að vakta gæði loftræstikerfa í opnum rýmum. Fylgjast má með mæligildum í rauntíma um veflægan hugbúnað.
Sérlausnir og ráðgjöf
Raförninn hefur þróað ýmsar sérlausnir og frá upphafi veitt viðskiptavinum sértæka ráðgjöf. Í náinni samvinnu við viðskiptavini hefur verið þróaður tækjabúnaður, hugbúnaður og ráðgjöf um verkferla veitt.
Hugbúnaðarþróun
Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir, rannsóknastofur og sjálfvirk vöktunarkerfi.