Vinnum sumarið saman
Raförninn leggur alltaf áherslu á að halda þjónustu við viðskiptavini jafn góðri á sumrin sem á öðrum árstímum. Bæði sumarfrí starfsfólks og vinnuáætlanir eru skipulögð með það fyrir augum og yfirleitt bætast ferskir einstaklingar í hóp Rafarna á sumrin.
Rétt fólk, á réttum stað, á réttum tíma
Starfsfólk Rafarnarins er fjölbreyttur hópur fólks með blandaða reynslu og víðtæka þekkingu. Menntun nær yfir bæði tæknihlið og læknisfræðilega hlið þeirrar starfsemi sem fyrirtækið þjónar, við eigum ungt fólk og eldri einstaklinga og starfsaldurinn er allt frá nokkrum mánuðum upp í 36 ár.
Auk fasta starfsfólksins hefur Raförninn fengið heilbrigðisverkfræðinemann Jónas Má Kristjánsson í fullt starf í sumar en hann var einnig í verknámi hjá fyrirtækinu sl. vetur. Jónas kemur sérlega sterkur inn í þróun aðferða við gæðamælingar en grípur í ýmis verkefni eftir þörfum.
Allt í allt þorum við að fullyrða að hópur með meiri hæfni á sínu sviði er vandfundinn.
Hlökkum til samstarfsins í sumar
Eins og áður segir stefnum við á að þjónustan sé óskert yfir sumarmánuðina og hlökkum til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með starfsfólki viðskiptavina okkar.