Sumarið er tíminn

 - Fréttir

Raförninn leggur alltaf áherslu á að halda þjónustu við viðskiptavini jafn góðri á sumrin sem á öðrum árstímum, þannig að bæði sumarfrí starfsfólks og vinnuáætlanir eru skipulögð með það fyrir augum. Aldrei þessu vant bættust engir sumarstarfsmenn við þetta árið en fyrirtækið er mjög vel statt með mannskap og með góðri samvinnu hefur sumarstarfsemin gengið vel.

Skipulagning, samvinna og skynsemi er það sem gildir
Starfsfólk Rafarnarins er fjölbreyttur hópur fólks með blandaða reynslu og víðtæka þekkingu. Menntun nær yfir bæði tæknihlið og læknisfræðilega hlið þeirrar starfsemi sem fyrirtækið þjónar, við eigum ungt fólk og eldri einstaklinga og starfsaldurinn er allt frá nokkrum mánuðum upp í nærri 40 ár. Allt í allt þorum við að fullyrða að hópur með meiri hæfni á sínu sviði er vandfundinn.

Covid-19 faraldurinn setur að sjálfsögðu sitt mark á starfsemi Rafarnarins, sóttvarnir og skynsamleg hegðun er í hávegum haft og starfsfólk leggur sig fram um að fylgja sóttvarnareglum viðskiptavina í einu og öllu. Eins og fyrr segir hefur tekist vel að halda verkefnum í góðum skorðum það sem af er sumars og við hlökkum til að halda því áfram í samvinnu við starfsfólk viðskiptavina okkar.