Frábær viðbrögð við auglýsingu eftir tæknimanni.
Starfsemi Rafarnarins gengur vel, þökk sé góðu starfsfólki og eðal viðskiptavinum 🙂 Nóg af verkefnum og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að bætast við, þannig að fyrir skömmu var ákveðið að auglýsa eftir tæknimanni til viðbótar í þjónustuteymi Rafarnarins.
Viðbrögðin voru hreint frábær, við fengum fjölda umsókna frá vel menntuðum, hæfum og álitlegum einstaklingum. Þessa dagana er verið að taka viðtöl við fólkið sem metið er að gæti passað best í starfið og við vonumst til að geta fljótlega kynnt nýjan starfsmann til sögunnar.