Opið hús föstudaginn 25. október!

 - Fréttir, Uncategorized @is

Það verður opið hús hjá Raferninum föstudaginn 25. október næstkomandi!

Myndgreiningarfólk og aðrir sem tengjast starfsemi fyrirtækisins á einhvern hátt eru velkomin í heimsókn að Suðurhlíð 35 í Reykjavík, hvort sem um er að ræða núverandi, fyrrverandi eða tilvonandi viðskiptavini og samstarfsfólk 🙂

Raförninn á 35 ára afmæli á árinu og við vonum að sem flestir geti komið og glaðst með okkur. Léttar veitingar verða í boði, eitthvað verður sér til gamans gert og félagsskapurinn að sjálfsögðu frábær!

Húsið opnar kl. 17 og við hlökkum til að sjá ykkur. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook.

Með bestu kveðjum frá starfsfólki Rafarnarins.