Gæðakerfið Smári – The Smári Analysis Service

 - Fréttir, Uncategorized @is

Viðskiptavinir Rafarnarins þekkja veflægu gæðakerfin, QCC og TQA, þar sem niðurstöður gæðamælinga eru notaðar til að fylgjast með ástandi tækjabúnaðar. Nú er tilbúið til notkunar nýtt kerfi, byggt á grunni TQA, sem á að henta enn betur fyrir búnað utan geislameðferðar.

TotalQA og The Smári Analysis Service
TotalQA var upphaflega hannað fyrir geislameðferðareiningar en hefur á undanförnum árum verið þróað til að henta einnig á myndgreiningardeildum og á síðasta ári var svo tekið enn eitt skref þegar byrjað var að nota TQA á nokkrum af rannsóknadeildum LSH.
Til að þjóna öllum sem best var ákveðið að halda þróuninni áfram í tveimur aðskildum kerfum, annarsvegar fyrir geislameðferð og hinsvegar fyrir aðra notendur. Kerfið fyrir geislameðferð heldur nafninu TotalQA en kerfið fyrir myndgreiningardeildir og aðra notendur hefur fengið nafnið „Smári“.

The Smári Analysis Service er hluti af vöruframboði bandaríska fyrirtækisins Phantom Laboratory sem Raförninn hefur átt langt og gott samstarf við, meðal annars í gegnum fyrirtækið Image Owl sem fyrirtækin tvö stofnuðu saman árið 2006.
Gæðakerfið Smári ber nafn sitt til heiðurs Smára Kristinssyni, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Rafarnarins, sem eins og allir viðskiptavinir fyrirtækisins vita hefur verið óþreytandi við að finna leiðir til að auka gæði myndgreiningarþjónustu og þar með öryggi sjúklinga og þjónustu við þá almennt.

Nýtt kerfi, samskonar viðmót, fleiri möguleikar
Þeir viðskiptavinir sem eru núna að nota TQA en færast yfir í Smárann eiga ekki að finna fyrir neinni breytingu.
Viðmótið er eins, að frátöldum útlitsbreytingum, og gögn verða flutt á milli kerfanna þannig að niðurstöður mælinga og allar upplýsingar um ástand búnaðar verður aðgengilegt alveg eins og áður. Þeir sem gera mælingar og skrá niðurstöður í Smárann, halda áfram að framkvæma það eins og í TQA.

Yfirfærslan verður að sjálfsögðu gerð í samvinnu við viðskiptavini, þeir verða látnir vita með góðum fyrirvara og allt gert til að þeir finni sem minnst fyrir henni. Það eru alls um 55 staðir, í Bandaríkjunum, á Íslandi og víðar, sem færast yfir í Smárann.
Eins og áður sagði er tilgangurinn með breytingunni að auka möguleika á að þróa gæðakerfið enn betur fyrir notendur utan geislameðferðar og við vonumst til að viðskiptavinir njóti góðs af því sem fyrst.

English version:
Raforninn´s customers know the quality assurance systems, TQA and QCC, where results from quality measurements are used to monitor the condition and stability of medical imaging equipment. A new system is now available to better support diagnostic imaging and clinical engineering departments.

TotalQA and The Smári Analysis Service
TotalQA was originally developed for radiation therapy machine quality control management but over the years it has been adapted to also suit general medical imaging departments and last year yet another step was taken here in Iceland, when a few of Landspitalinn´s laboratory depatments began using TQA for QA of their equipment.
To facilitate the best possible service to all customers it was decided to continue the development process in two separate systems, one for radiation therapy units and another for other customers. The system for radiation therapy units keeps the name TotalQA but the system for medical imaging and other departments has been given the name „Smári“.

The Smári Analysis Service is a product of the American company Phantom Laboratory which Raforninn has been working with for years, mostly through Image Owl which was a joint venture between the two companies.
The Smári is named after Smári Kristinsson, founder and former CEO of Raforninn, who has been unwavering through the years in improving the quality of medical imaging and the resulting patient care.

New system, similar interface, new possibillities
Raforninn´s customers who are currently using TQA and are to be transferred to The Smári should not feel any change.
The interface is almost the same, with a bit of change in outer appearance, and data will be transferred into The Smári to ensure that all results of QA measurements and information on the condition of equipment will be avilable as before. For users, the process of entering data into the system and viewing results will be the same in The Smári as in TQA.

The transition will of course be done in close cooperation with customers, they will receive information well in advance and all measures will be taken to ensure that the process goes as smoothly as possible.
As mentioned before, the goal is to have even more possibillities to develop and adjust the system for the needs of users outside radiation therapy and we hope that Raforninn´s customers will soon start to benefit from that.

Myndskreytingarnar eru gerðar af Armand Bodnar sem vann um tíma hjá The Phantom Laboratory og er um þessar mundir við nám í listaháskóla.

The illustrations are the work of Armand Bodnar, a former employee of The Phantom Laboratory who is now back in school for an art degree in comic illustration.