Hleð Viðburðir
Finna Viðburðir

Skoða viðburði

Liðnir Viðburðir

Viðburðir leiðarkerfi

nóvember 2018

EHÍ – Spennandi námskeið á haustönn

10/11/2018 - 23/02/2019
Endurmenntun HÍ, Dunhagi 7
Reykjavik, Iceland

Endurmenntun HÍ er alltaf með fjölbreytt úrval góðra námskeiða og lengri námsbrauta. Það er uppbyggjandi að huga að gagnlegu og skemmtilegu námi 🙂 Þeir sem ætla í umfangsmeira nám hafa gagn af að læra akademísk vinnubrögð, hvort sem langt er liðið frá því síðast var sest á skólabekk eður ei, og ef stefnt er á nám í einhverskonar tæknigrein getur verið gott að dusta rykið af stærðfræðinni. Skapandi samskipti og færni í tjáningu er frábært að kynna sér, hvort tveggja…

Lesa meira »

RSNA 2018

25/11/2018 - 30/11/2018
McCormick Place, Chicago, McCormick Place
Chicago, IL United States

Árleg ráðstefna Radiological Society of North America er viðburður sem hver einasta manneskja í myndgreiningargeiranum ætti að sækja að minnsta kosti einu sinni... og helst sem oftast! RSNA 2018 er engin undantekning - Ótrúlega vönduð og umfangsmikil dagskrá. Nánari upplýsingar og skráning, á vefsíðu RSNA 2018 Listi yfir Íslendinga sem Arnartíðindi hafa frétt að séu á leið á RSNA í ár er kominn á raforninn.is

Lesa meira »
desember 2018

Jólafundur Félags geislafræðinga!

11/12/2018 frá 20:00 - 22:00
Borgartún 6, Borgartún 6
Reykjavík, 105 Iceland
Lesa meira »
janúar 2019

Raförninn óskar eftir tæknimanni.

9 janúar - 5 febrúar

Raförninn óskar eftir að ráða tæknimann í þjónustuteymi fyrirtækisins. Meginverkefni eru uppsetningar, viðhald, eftirlit og gæðamælingar ýmissa lækningatækja, auk annarra tilfallandi verkefna. Gott tækifæri til að vinna í samhentum hópi, að fjölbreyttum og spennandi verkefnum fyrir góða viðskiptavini. Nánari upplýsingar á job.is og/eða í síma 698 8118

Lesa meira »

Læknadagar 2019

21 janúar - 25 janúar
Harpa Conference Center, Austurbakka 2
Reykjavík, 101 Iceland

Á Læknadögum er margt áhugavert fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Allir heilbrigðisstarfsmenn eru velkomnir á Læknadaga og hægt er að kaupa aðgang að dagskrá í Hörpu þegar ráðstefna hefst. Skráningarborðið og miðasala er opið alla dagana á meðan á ráðstefnu stendur. Eingöngu dagpassar eru þó í boði en dagpassinn kostar kr. 13.000. Ekki er hægt að kaupa sig inn á staka fyrirlestra eða hálfan dag. Það er mælt með því að mæta snemma ef gestir eru að kaupa sér passa á staðnum…

Lesa meira »
febrúar 2019

UT messan 2019

8 febrúar - 9 febrúar
Harpa Conference Center, Austurbakka 2
Reykjavík, 101 Iceland

UTmessan inniheldur marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er, með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar. Nánari upplýsingar á https://utmessan.is/

Lesa meira »

ECR 2019

27 febrúar - 3 mars
Austria Center Vienna, Bruno-Kreisky-Platz 1
Wien, 1220 Austria

Ráðstefna European Society of Radiology er stærsti viðburður myndgreiningarfólks í Evrópu ár hvert. Dagskráin er metnaðarfull og skipuleggjendur leggja mikla vinnu í að gera ráðstefnu hvers árs enn betri en þá síðustu. Nánari upplýsingar á https://www.myesr.org/congress Arnartíðindi eru með lista yfir íslenskt myndgreiningarfólk sem frést hefur að verði á ECR 2019.  

Lesa meira »
mars 2019

Vefnámskeið um betri þjónustu

6 mars - 14 mars

Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á góð vefnámskeið sem fólk getur tekið hvar og hvenær sem er. Í mars 2019 opnast fjögur áhugaverð námskeið sem snúa að móttöku viðskiptavina og samskiptum í síma og með tölvupósti. 20 góð ráð í þjónustusímsvörun  8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum Þjóðerni og þjónusta - Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti Service Quality, Hospitality and Cultural Differences Nánari upplýsingar og skráning er hjá Starfsmennt.

Lesa meira »
apríl 2019

Aðalfundur Félags geislafræðinga – Breyting!!

30 apríl frá 17:00 - 19:00
Borgartún 6, Borgartún 6
Reykjavík, 105 Iceland

Aðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 17.00 að Borgartúni 6—Reykjavík Nú erum við í fundarsal á 4. Hæð Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn. Lagabreytingar. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt ásamt ákvörðun um félagsgjöld. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga. Kosning í lögboðnar nefndir félagsins. Önnur mál. Félag geislafræðinga Borgartúni 6 – 105 Reykjavík 595 5186 geislar@bhm.is  - www.sigl.is

Lesa meira »
maí 2019

Norræna ráðstefnan – NCR 2019

22 maí - 24 maí
Radisson Blu Scandinavia Hotel, Amager Boulevard 70
Copenhagen, DK-2300 Danmark

Það muna allir hvað norræn ráðstefna myndgreiningarfólks tókst frábærlega í Reykjavík 2017! Nú bjóða frændur okkar Danir heim til Kaupmannahafnar í maí 2019. Full ástæða til að kynna sér það sem er á http://www.ncr2019.dk/

Lesa meira »
+ Export Events