Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Akademísk vinnubrögð, karlmenn sem blómstra, verkefnastjórnun, vönduð íslenska, streitustjórnun, húmor…

24 maí - 1 október

Endurmenntun Háskóla Íslands er alltaf með fjölmargt spennandi í gangi. Sumar og haust 2019 er þar engin undantekning.

Það er hollt að taka smá undirbúning ef maður ætlar í nám, sérstaklega ef það er liðinn einhver tími síðan síðast. Námskeiðið “Akademísk vinnubrögð” er samt gott fyrir alla, líka þá sem hafa fimm háskólagráður 😉

Ekki er síður hollt að huga að eigin andlegu og félagslegu heilsu. Þar má t.d. nota sér námskeiðið “Frá streitu til sáttar” og vegna þess að karlmönnum hentar stundum öðruvísi nálgun en konum þá er “Mega karlar blómstra?” alveg stórsniðugt.

Þegar samskipti eru að stórum hluta orðin í gegnum allskyns samfélagsmiðla og aðrar skilaboðaskjóður, oft enskuskotin og stafsetning látin lönd og leið, þá er gagnlegt að nota “Vönduð íslenska – Tölvupóstar og stuttir textar” til að rifja upp hvernig hægt er að skrifa vandaða, stutta texta.

Að síðustu má svo ekki tapa húmornum 🙂 Hann er einn af styrkleikum fólks í samskiptum og lífinu eins og það leggur sig – “Húmor og aðrir styrkleikar” .

 

Upplýsingar

Byrja:
24 maí
Enda:
1 október

Staðsetning

Endurmenntun HÍ
Dunhagi 7
Reykjavik,Iceland