upplysingarkerfi800x250

Raförninn hefur veitt þjónustu við upplýsingakerfi myndgreiningardeilda (Radiology Information System (RIS) og Picture Archiving and Communication System (PACS)) í áratugi. Raförninn hefur sérþekkingu í að laga kerfin að þörfum viðskiptavinarins, koma á tengingum við önnur sértæk heilbrigðisupplýsingakerfi og tryggja að persónuupplýsingar séu varðar eftir ýtrustu kröfum en starfsmenn Rafarnarins skrifa allir undir trúnaðaryfirlýsingu.

Raförninn hefur mikla reynslu í uppsetningu fjartenginga fyrir röntgenlækna og aðra starfsmenn en lausnirnar eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.