umraforinn850x250-3-1

Raförninn ehf var stofnaður árið 1984 og hefur frá upphafi leitast við að veita framúrskarandi tækniþjónustu og ráðgjöf fyrir heilbrigðisgeirann. Raförninn hefur leitt vinnu við hönnun og uppsetningu flestra myndgreiningardeilda á landinu. Árið 2010 var Raförninn keyptur af Verkís hf, einni af stærstu verkfræðistofum landsins.

Gæðamál hafa verið rauður þráður í starfseminni frá upphafi og miðast öll ráðgjöf og þjónusta fyrirtækisins að því að auka gæði og tryggja öryggi sjúklinga í þjónustu myndgreiningardeilda. Fyrirtækið hefur á síðustu árum unnið að gæðakerfi sem miðar að því að lágmarka áhættu og tryggja stöðlun og eftirfylgni í þjónustunni. Stefnt er að ISO vottun á gæðakerfinu á árinu 2017.