umraforinn850x250-3-1

Raförninn ehf var stofnaður árið 1984 og hefur frá upphafi leitast við að veita framúrskarandi tækniþjónustu og ráðgjöf fyrir heilbrigðisgeirann. Raförninn hefur leitt vinnu við hönnun og uppsetningu flestra myndgreiningardeilda á landinu. Árið 2010 var Raförninn keyptur af Verkís hf, einni af stærstu verkfræðistofum landsins.

Gæðamál hafa verið rauður þráður í starfseminni frá upphafi og miðast öll ráðgjöf og þjónusta fyrirtækisins að því að auka gæði og tryggja öryggi sjúklinga í þjónustu myndgreiningardeilda. Fyrirtækið hefur á síðustu árum unnið að gæðakerfi sem miðar að því að lágmarka áhættu og tryggja stöðlun og eftirfylgni í þjónustunni. Stefnt er að ISO vottun á gæðakerfinu á árinu 2018.

Gæðastefna Rafarnarins er eftirfarandi:

  • Raförninn býður tækniþjónustu og viðtæka ráðgjöf við hátæknibúnað, með áherslu á læknisfræðilega myndgreiningu. Takmarkið er að bjóða íslenska þjónustu sem stenst samanburð við það besta og vera brautryðjandi hérlendis.
  • Innan Rafarnarins er unnið af fagmennsku og metnaði og í samræmi við lög og reglugerðir sem starfsemina varða.
  • Það er stefna Rafarnarins að þróa og viðhalda vottuðu gæðakerfi, samkvæmt kröfum ISO 9001, í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum og standast væntingar og þarfir viðskiptavina.
  • Gæðakerfi Rafarnarins nær til allrar starfsemi og alls starfsfólks fyrirtækisins. Starfsfólk fylgir í störfum sínum þeim reglum, leiðbeiningum og venjum sem tryggja eiga að starfsemin sé í samræmi við gæðakerfið og ber sameiginlega ábyrgð á að svo sé.
  • Markvisst er unnið að stöðugum umbótum.
  • Árlega eru sett/endurskoðuð skrifleg markmið um framfarir í gæðakerfinu, sem beinast að því að bæta framleiðslu og/eða auka ánægju viðskiptavina. Gæðastjóri og framkvæmdastjóri sjá til þess að starfsfólk sé meðvitað um markmiðin og fái reglulega upplýsingar um hvernig gengur að ná þeim.