serlausnir800x250

Raförninn hefur þróað ýmsar sérlausnir og frá upphafi veitt viðskiptavinum sértæka ráðgjöf. Umfangsmesta sérlausnin sem þróuð hefur verið hingað til er flutningsbúnaður fyrir röntgentæki vegna skimunar á brjóstakrabbameini á landsbyggðinni. Beltadreki til að færa tækið inn á heilsugæslustöðvar var sérhannaður og smíðaður, einnig hönnuð kera með hitastýringu og vöktun og settir upp sérhæfðir verkferlar vegna uppsetningar búnaðarins og tenginga inn á upplýsingakerfi.

Af öðrum sérlausnum og ráðgjafaverkefnum má nefna ferlagreiningu og þróun sértækra verkferla fyrir viðskiptavini, skipulag myndgreiningardeilda, sérhæfðan vöktunarbúnað ofl.