reksturtolk800x250

Raförninn hefur áratuga reynslu af hönnun, uppsetningu og rekstri sérhæfðra og almennra tölvukerfa. Starfsmenn Rafarnarins hafa komið að hönnun, uppsetningu og rekstri net- og tölvukerfa hjá flestum myndgreiningardeildum landsins. Í gegnum þá vinnu hefur skapast mikil reynsla og þekking á rekstri net- og tölvukerfa þar sem rekstrar- og upplýsingaöryggi skiptir sköpum. Meðal verkefna Rafarnarins á þessu sviði má nefna:

– Uppsetning og rekstur VMware sýndarþjóna
– Uppsetning og rekstur Citrix þjóna
– Hönnun, uppsetning og rekstur lokaðra tækjaneta
– Hönnun, uppsetning og rekstur þráðlausra netkerfa