Eftir
Birt:

Vel heppnað opið hús hjá Raferninum

Röntgendagurinn er 8. nóvember og í tilefni dagsins var öllum sem tengjast myndgreiningu á Íslandi boðið á opið hús að Suðurhlíð 35 í Reykjavík, föstudaginn 10. nóvember. Samkvæmið tókst sérlega vel, mætingin var frábær og fólk skemmti sér vel. Við þökkum öllum innilega fyrir komuna. 

Lesa meira
Eftir
Birt:

Vel heppnuð árshátíðarferð til Brighton

Fyrir skömmu skipulagði Verkís flotta árshátíðarferð til Brighton í Englandi og góður hópur Rafarna tók þátt í henni. Allir skemmtu sér vel og mættu tvíefldir aftur til starfa, enda hefur sannað sig að skemmtileg samvera með félögunum utan vinnu skilar sér í enn betri starfsanda sem stuðlar að því að viðskiptavinir fái bestu mögulega þjónustu.

Lesa meira
Eftir
Birt:

Mikil ánægja með nýja CT-ið í Orkuhúsinu

Nýja tölvusneiðmyndatækið hjá Íslenskri myndgreiningu var komið í notkun rúmri viku eftir að það kom í hús. Allt hefur gengið að óskum og starfsfólkið er hæstánægt með nýju græjurnar. Það sem blasir við sjúklingunum er sama góða þjónustan, ásamt því að rýmra er um fólk í nýja tæknu en undir niðri eru enn fjölbreyttari rannsóknamöguleikar, [...]

Lesa meira
Eftir
Birt:

Frábær mæting á vandaðan fyrirlestur um geislavarnir

Geislavarnir ríkisins og námsbraut í geislafræði við HÍ, ásamt fagfélögum röntgenlækna og geislafræðinga, stóðu fyrir mjög áhugaverðum viðburði þann 6. september sl., þar sem vísindaritari alþjóða geislavarnaráðsins, Christopher Clement, hélt vandaðan fyrirlestur. Upptaka frá fyrirlestrinum er aðgengileg á vefsíðu Geislavarna, www.gr.is

Lesa meira
page 1 of 3