Hleð Viðburðir
Finna Viðburðir

Skoða viðburði

Komandi Viðburðir

Viðburðir leiðarkerfi

ágúst 2018

EHÍ – Spennandi námskeið á haustönn

7 ágúst - 20 nóvember
Endurmenntun HÍ, Dunhagi 7
Reykjavik,Iceland

Endurmenntun HÍ er alltaf með fjölbreytt úrval góðra námskeiða og lengri námsbrauta. Það er uppbyggjandi að huga að gagnlegu og skemmtilegu námi 🙂 Þeir sem ætla í umfangsmeira nám hafa gagn af að læra akademísk vinnubrögð, hvort sem langt er liðið frá því síðast var sest á skólabekk eður ei, og ef stefnt er á nám í einhverskonar tæknigrein getur verið gott að dusta rykið af stærðfræðinni. Skapandi samskipti og færni í tjáningu er frábært að kynna sér, hvort tveggja…

Lesa meira »
september 2018

Geislafræðingur – Orkuhúsið

25/09/2018 - 20/01/2019
Orkuhúsið, Suðurlandsbraut 34
Reykjavík,108

Í góðum hópi starfsfólks hjá Íslenskri myndgreiningu, í Orkuhúsinu, er pláss fyrir einn geislafræðing í fullt starf. Fullt starf telst vinna milli kl. 8 og 17, fjóra daga vikunnar. Frábært tækifæri fyrir skemmtilega fagmanneskju sem langar að vera með í að taka bestu myndir í bænum! Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2019. Áhugasamir mega gjarna leita upplýsinga hjá Einfríði í 8608856, einfridur@rontgen.is,  eða Arnþóri 8527552, arnthor@rontgen.is Röntgen Orkuhúsið - Framsækið fyrirtæki í myndgreiningu

Lesa meira »
október 2018

Raförninn – Opið hús!!

19 október
Raförninn, Suðurhlíð 35, Suðurhlíð 35
Reykjavík,105

Þá er komið að því! Í ár höldum við októberfest og bjóðum fólki í heimsókn í Suðurhlíð 35, föstudaginn 19. október nk., klukkan 17. Allir velkomnir - Núverandi, fyrrverandi og tilvonandi viðskiptavinir og samstarfsfólk. Léttar veitingar í boði, létt skemmtiatriði, léttur fréttaflutningur og léttur og skemmtilegur félagsskapur! Takið daginn strax frá, því við viljum ekki missa af að hitta ykkur 🙂 Við yrðum þakklát ef þið gætuð merkt við á Facebook hvort þið reiknið með að mæta en það er bara…

Lesa meira »
nóvember 2018

BIR – Árleg ráðstefna

1 nóvember - 2 nóvember
St Paul´s London, 200 Aldersgate
London,EC1A 4HDUnited Kingdom

British Institute of Radiology leggur áherslu á að stækka ráðstefnuna sína ár frá ári, gera hana fjölbreyttari og fá sem flesta gesti úr öllum hópum myndgreiningarfólks. Það er hægt að finna ódýrt flugfar til London og kollegar okkar á Bretlandi hafa þátttökugjald á ráðstefnuna sanngjarnt, í kringum 40 þúsund íslenskar krónur. Í ár er ráðstefnan haldin dagana 1. og 2. nóvember og af dagskránni að dæma munu þeir sem þangað fara fá heilmikið fyrir peningana. Nánari upplýsingar og skráning, á…

Lesa meira »

RSNA 2018

25 nóvember - 30 nóvember
McCormick Place, Chicago, McCormick Place
Chicago,ILUnited States

Árleg ráðstefna Radiological Society of North America er viðburður sem hver einasta manneskja í myndgreiningargeiranum ætti að sækja að minnsta kosti einu sinni... og helst sem oftast! RSNA 2018 er engin undantekning - Ótrúlega vönduð og umfangsmikil dagskrá. Nánari upplýsingar og skráning, á vefsíðu RSNA 2018

Lesa meira »
+ Export Events