GÆÐI Í GEGN

Við veitum altæka ráðgjöf og tækniþjónustu með áherslu á myndgreiningarbúnað.

Öryggi sjúklinga, aukin verðmæti og gæði heilbrigðisþjónustu eru í fyrirrúmi. Við sinnum einnig verkefnum utan heilbrigðisgeirans enda höfum við á að skipa öflugu teymi rafeindavirkja og tæknifræðinga.

Stöðluð þjónustuferli okkar byggja á margra ára reynslu og miða að því að lágmarka áhættu og tryggja rekstraröryggi búnaðar.

Tækniþjónusta

Raförninn býður upp á alhliða tækniþjónustu með viðhald og mælingar á myndgreiningarbúnaði sem sérsvið. Gæðakerfi fyrirtækisins miðar að því að lágmarka áhættu viðskiptavinar og tryggja stöðluð vinnubrögð.

taeknithjonusta600x400
gedastjonun600x400

Gæðastjórnun

Raförninn hefur áratuga reynslu við framkvæmd myndgæðamælinga. Einnig býður fyrirtækið upp á gerð gæðaáætlana til að tryggja rekstrarleyfi búnaðar samkvæmt kröfum frá Geislavörnum ríkisins.

Upplýsingakerfi myndgreiningardeilda

Þjónusta við upplýsingakerfi myndgreiningardeilda (RIS og PACS) er eitt af sérsviðum Rafarnarins en stöðugleiki þessara kerfa skiptir sköpum fyrir rekstur myndgreiningardeilda.

upplysingarkerfi600x400
voktunarlausnir600x400

Vöktunarlausnir

Raförninn býður upp á vöktun á lofthita, þrýstingi, raka ofl. Lausnin er einföld og nýtist t.d. til að vakta gæði loftræstikerfa í opnum rýmum. Fylgjast má með mæligildum í rauntíma um veflægan hugbúnað.

Rekstur tölvukerfa

Raförninn hefur áratuga reynslu af hönnun, uppsetningu og rekstri sérhæfðra og almennra tölvukerfa með áherslu á rekstrar- og upplýsingaöryggi.

reksturtoluk600x400
serlausnir600x400

Sérlausnir og ráðgjöf

Raförninn hefur þróað ýmsar sérlausnir og frá upphafi veitt viðskiptavinum sértæka ráðgjöf. Í náinni samvinnu við viðskiptavini hefur verið þróaður tækjabúnaður, hugbúnaður og ráðgjöf um verkferla veitt.

Fréttir og viðburðir

Útskrift frá geislafræðibraut HÍ 2017

Það er ekki seinna vænna að kynna til sögunnar diplóma- og meistaranema ársins 2017, frá námsbraut í geislafræði við Háskóla Íslands. Í ár útskrifuðust fimm nýir geislafræðingar að loknu diplómanámi, og einn bættist í hóp geislafræðinga með meistarapróf.

Á döfinni
 1. Geislafræðingur – Geislavarnir ríkisins

  4 ágúst - 21 ágúst
 2. Fyrirlestur: Too much medical radiation? ICRP and radiological protection in the medical field

  6 september frá 16:15 - 18:00
 3. Málþing: Álag á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu

  7 september
 4. Norræn ráðstefna um eftirlit í heilbrigðis- og félagsþjónustu

  27 september - 28 september
 5. Námskeið: Auknar kröfur til aðila sem vinna með persónuupplýsingar

  28 september - 3 október